Sunnudagur, 5. október 2008
Geir Haarde: Krafa um ESB-aðild væri ekki aðgengileg
Geir Haarde, forsætisráðherra, á heiður skilinn fyrir að sýna ákveðni og taka það skýrt fram að Evrópusambandssinnum yrðu ekki kápan úr því klæðinu ef þeir reyndu að hagnýta sér þá alþjóðlegu fjármálakrísu sem í gangi er til þess að reyna að koma áhugamáli sínu að. Í samtali við Stöð 2 í hádeginu fyrir utan Ráðherrabústaðinn sagði hann aðspurður að ef sett yrði fram krafa um Evrópusambandsaðild í þeim viðræðum sem nú eru í gangi um lausn vandans hér á landi þá væri sú krafa ekki aðgengileg. Skýrar er ekki hægt að tala. Enda kemur slík aðild málinu ekkert við og myndi ekki leysa neitt af þeim vandamálum sem við er að etja.
Þetta er ekki sízt vegna þess að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði í bezta falli mjög takmarkaða möguleika á að koma íslenzkum bönkum til aðstoðar og gæti alls ekki verið bakhjarl fyrir þá sem þrautalánveitandi. Til þess hefur bankinn hvorki heimild samkvæmt lögum sambandsins né fjármagn. Íslenzku bankarnir yrðu eftir sem áður að treysta á hérlend stjórnvöld og íslenzka Seðlabankann í þeim efnum. Rétt eins og á sér nú stað í aðildarríkjum evrusvæðisins. Þar gildir lögmálið: "Every man for himself." Eða réttara sagt: "Every state for itself."
![]() |
Fundum haldið áfram í Ráðherrabústaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hvar myndi það líka enda?
- "Vinstristjórnir" Steingríms
- Stóð Jóhanna sig bezt?
- Minna öryggi með Schengen
- Málinu snúið á haus
- Bannað að draga taum heimalandsins
- Harðlínumenn?
- Hverju klúðruðu Hollendingar?
- Nýr "hægriflokkur"? Fínt!
- Vantar upplýsingar?
- Hvers vegna ekki EPP?
- Slétt sama um kosningaloforð
- Svissneska leiðin?
- Svik við þjóðina?
- Trúverðugt?
Athugasemdir
Margir eru farnir að trúa því í alvöru að um leið og evran verði tekin upp hér muni allt falla í ljúfa löð ... slíkur er áróðurinn.
Guðríður Haraldsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:18
Já, það er ótrúlegt að fólk trúi því að evran bjargi öllu núna. Nei, við erum löngu búin að klúðra þessu og á krónan og stjórnleysi í seðlabankanum ásamt efnahagsstórn þessa lands alla sök!
Valur (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:51
Valur:
Ef allir ætluðu að hugsa svona þá færi vafalítið allt norður og niður.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 18:59
Veistu það Hjörtur, að þótt ég sé hlynntur aðildarviðræðum við ESB, þá er það ekki SA eða ASÍ að koma með slíkar kröfur.
Það er stjórnmálamanna og auðvitað almennings að fjalla um og taka ákvarðanir um þessa hluti.
Ég er sammála Geir Haarde þegar hann sagði að Heildarsamtök atvinnurekenda eða launþega eða verkalýðsfélaga og stéttarfélaga eiga ekki að vera upp með kröfur um þessa hluti. Þau geta rætt málin og jafnvel ályktað með og á móti - þótt það sé einnig vafasamt, þar sem meðlimir samtakanna geta verið með eða á móti aðild.
Við værum auðvitað ekki í þessum vandamálum ef við værum með evruna, en það er annað mál.
Við verðum auðvitað að leysa vandamálin áður en við tökum upp evru o.s.frv.
Þetta veit ég allt saman Hjörtur og er einfaldlega ekki sammála þér, en við getum allavega verið sammála um að þetta er ekki rétta aðferðin!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.10.2008 kl. 00:41