Laugardagur, 4. október 2008
Seðlabanki ESB getur ekki veitt bönkum þrautalán
Hvað hefur maður ekki oft heyrt því fleygt að Seðlabanki Evrópusambandsins yrði bakhjarl íslenzku bankanna ef Ísland gengi í sambandið. Bankinn yrði m.ö.o. svokallaður þrautalánveitandi bankanna. Staðreyndin er þó sú að Seðlabanka Evrópusambandsins er ekki heimilt samkvæmt reglum sambandsins til þess að veita bönkum á evrusvæðinu þrautalán! Jafnvel þó Íslendingar tækju upp á því að ganga í Evrópusambandið yrðu íslenzku bankarnir eftir sem áður að treysta á stjórnvöld hér á landi og íslenzka Seðlabankann í þeim efnum. Um þetta var m.a. fjallað í leiðara The Wall Street Journal á föstudaginn:
"In contrast to the U.S., Europe has no lender of last resort. The European Central Bank was created to manage the supply of euros, not to rescue failing institutions. It can provide short-term liquidity against collateral to keep the money markets afloat -- which it has done admirably so far. But it can't ease a solvency crisis. ECB President Jean-Claude Trichet can provide intellectual leadership and steer governments in the right direction. But in Europe, there are 27 separate national purses and no central treasury."
Einnig var t.a.m. komið inn á þessa staðreynd í The Daily Telegraph 22. september sl.:
"The root cause of the bubble was the extremely lax monetary policy imported by Spain after it joined Europe's monetary union. Interest rates were slashed on EMU entry, and then fell to 2pc until late 2005 - far below Spain's inflation rate. However, Mr Solbes has been reluctant to link the crisis to Spain's euro membership. As Europe's economics commissioner at the launch of the euro, his career is inextricably tied up with the whole EMU experiment. For now, smaller Spanish banks are getting by on funding from the European Central Bank, in many cases issuing mortgage bonds with the express purpose of using them to secure loans from Frankfurt. ECB loans have tripled to 47bn over the last year, causing rumblings of concern among regulators. The ECB is not allowed to prop up banks with long-term funding under EU treaty law."
Það er ekki tilviljun að það eru ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins sem eru fyrst og fremst að reyna að tryggja stöðu banka innan þeirra. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að vandræðin séu rétt að byrja á evrusvæðinu í þessum efnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hvar myndi það líka enda?
- "Vinstristjórnir" Steingríms
- Stóð Jóhanna sig bezt?
- Minna öryggi með Schengen
- Málinu snúið á haus
- Bannað að draga taum heimalandsins
- Harðlínumenn?
- Hverju klúðruðu Hollendingar?
- Nýr "hægriflokkur"? Fínt!
- Vantar upplýsingar?
- Hvers vegna ekki EPP?
- Slétt sama um kosningaloforð
- Svissneska leiðin?
- Svik við þjóðina?
- Trúverðugt?
Athugasemdir
Hvernig er þetta með bankann sem Benalux löndin eru að ðskipta með s´+er??
Fá eigenur han einheverja sjóði?'?
Mér skils af lestri financial Times, að þeir fái ekki fenning.
Leiðréttu mig eff ég fer með fleipur
Hvar eru þrautarvarar þarna????
Miðbæjar andevrusinni
Bjarni Kjartansson, 4.10.2008 kl. 22:02
Það munu vera viðkomandi stjórnvöld sem eru að koma þar til bjargar rétt eins og hér.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 22:47
Mér skilst að eignastaða Íslensku bankanna sé sterk. Þeir eru ekki að glíma við "solvency crisis". Íslensku bankarnir keyptu svo til ekkert af þessum undirmáls skuldavafningum.
Þá vantar hins vegar innspýtingu lausafjár (short-term liquidity). Þar gæti seðlabanki ESB komið til hjálpar. Eins og sagt er í greininni sem þú vitnar í.
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:03
Ef íslenzkum stjórnvöldum tekst að tryggja nægan aðgang að gjaldeyri þá ætti það að koma í sama stað niður. Ef Landsbankinn og Kaupþing hins vegar lentu í meiri vandræðum er ljóst að Seðlabanki Evrópusambandsins gæti ekki komið þeim til hjálpar. Það yrði hvort sem er allt að gerast í gegnum íslenzk stjórnvöld og íslenzka Seðlabankann.
En færslan mín snýst þó um þann áróður að ef við gengjum í hið verðandi evrópska stórríki (með öllu því sem slíkri aðild fylgdi) þá yrði Seðlabanki Evrópusambandsins þrautalánveitandi íslenzku bankanna. Þetta er einfaldlega ekki rétt!
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 07:00