Laugardagur, 3. október 2015
Stóð Jóhanna sig bezt?
Skoðanakönnun Gallups, þess efnis að flestir telji Jóhönnu Sigurðardóttir hafa staðið sig bezt sem forsætisráðherra, þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að hún var eini fulltrúi vinstriflokkanna af sex fyrrverandi forsætisráðherrum sem hægt var að velja á milli í könnuninni. Hinir fimm komu allir frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Viðbúið er að vinstrimenn hafi allajafna nefnt Jóhönnu en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi skipzt niður á hina fimm valmöguleikana. Samtals nefndu 56,9% einhvern fyrrverandi forsætisráðherra núverandi stjórnarflokka. Þar af 33% forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins og 23,9% ráðherra Framsóknarflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hvar myndi það líka enda?
- "Vinstristjórnir" Steingríms
- Stóð Jóhanna sig bezt?
- Minna öryggi með Schengen
- Málinu snúið á haus
- Bannað að draga taum heimalandsins
- Harðlínumenn?
- Hverju klúðruðu Hollendingar?
- Nýr "hægriflokkur"? Fínt!
- Vantar upplýsingar?
- Hvers vegna ekki EPP?
- Slétt sama um kosningaloforð
- Svissneska leiðin?
- Svik við þjóðina?
- Trúverðugt?