Leita í fréttum mbl.is

Stóð Jóhanna sig bezt?

Skoðanakönnun Gallups, þess efnis að flestir telji Jóhönnu Sigurðardóttir hafa staðið sig bezt sem forsætisráðherra, þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að hún var eini fulltrúi vinstriflokkanna af sex fyrrverandi forsætisráðherrum sem hægt var að velja á milli í könnuninni. Hinir fimm komu allir frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Viðbúið er að vinstrimenn hafi allajafna nefnt Jóhönnu en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi skipzt niður á hina fimm valmöguleikana. Samtals nefndu 56,9% einhvern fyrrverandi forsætisráðherra núverandi stjórnarflokka. Þar af 33% forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins og 23,9% ráðherra Framsóknarflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband