Leita í fréttum mbl.is

Hverju klúðruðu Hollendingar?

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir ákvörðun borgaryfirvalda í Osló höfuðborgar Noregs að gefa Reykvíkingum ekki fleiri jólatré til þess að stilla upp á Austurvelli yfir hátíðirnar áfellisdóm yfir Evrópustefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar.

"Norðmenn og Færeyingar tóku náttúrulega ekkert mark á Evrópustefnunni og gerðu makrílsamninga sín á milli og við ESB án þess að láta Ísland vita. Og eins og það væri ekki nóg, þá bætist þetta við. Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði, í augum bæjaryfirvalda í Osló," segir hann á Facebook-síðu sinni.

Borgaryfirvöld í Osló hafa að sama skapi ákveðið að hætta að senda jólatré til Rotterdam í Hollandi. Fróðlegt væri að vita hverju Hollendingar hafa klúðrað í samskiptum sínum við Norðmenn. Það hlýtur að vera eitthvað stórt samkvæmt kenningu Árna Páls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband