Miðvikudagur, 9. apríl 2014
Hverju klúðruðu Hollendingar?
Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir ákvörðun borgaryfirvalda í Osló höfuðborgar Noregs að gefa Reykvíkingum ekki fleiri jólatré til þess að stilla upp á Austurvelli yfir hátíðirnar áfellisdóm yfir Evrópustefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar.
"Norðmenn og Færeyingar tóku náttúrulega ekkert mark á Evrópustefnunni og gerðu makrílsamninga sín á milli og við ESB án þess að láta Ísland vita. Og eins og það væri ekki nóg, þá bætist þetta við. Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði, í augum bæjaryfirvalda í Osló," segir hann á Facebook-síðu sinni.
Borgaryfirvöld í Osló hafa að sama skapi ákveðið að hætta að senda jólatré til Rotterdam í Hollandi. Fróðlegt væri að vita hverju Hollendingar hafa klúðrað í samskiptum sínum við Norðmenn. Það hlýtur að vera eitthvað stórt samkvæmt kenningu Árna Páls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hvar myndi það líka enda?
- "Vinstristjórnir" Steingríms
- Stóð Jóhanna sig bezt?
- Minna öryggi með Schengen
- Málinu snúið á haus
- Bannað að draga taum heimalandsins
- Harðlínumenn?
- Hverju klúðruðu Hollendingar?
- Nýr "hægriflokkur"? Fínt!
- Vantar upplýsingar?
- Hvers vegna ekki EPP?
- Slétt sama um kosningaloforð
- Svissneska leiðin?
- Svik við þjóðina?
- Trúverðugt?