Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Svissneska leiðin?
Merkilegt er að fylgjast með því hvernig harðir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru uppfullir af sáttavilja nú þegar ljóst er að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið verður dregin til baka. Einn þeirra er Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, sem lagði það til í gær að farin yrði svissnesk leið við afgreiðslu á málinu. Það er að setja umsóknina ofan í skúffu í stað þess að draga hana til baka. Þetta segir hann augljóst fordæmi.
Vandinn við þessa tillögu Eiríks er að grundvallarmunur er á aðstæðum í Sviss fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar ákveðið var að setja umsókn landsins um inngöngu í Evrópusambandið ofan í skúffu, og hér á landi í dag. Þáverandi ríkisstjórn í Sviss vildi ganga í sambandið. En þar sem svissneskir kjósendur höfðu skömmu áður fellt aðild að EES-samningnum í desember 1992 (ekki 1993, Eiríkur) taldi hún ekki gerlegt að fá inngöngu í Evrópusambandið samþykkta og saltaði því málið. Tilgangslaust væri þannig að halda áfram nema bæði pólitískur og almennur vilji væri fyrir inngöngu í sambandið.
Þetta er sambærilegra við það ef síðasta ríkisstjórn vinstriflokkanna hefði ákveðið að setja umsókn sína um inngöngu í Evrópusambandið í salt vegna andstöðu meðal almennings (og innan eigin raða). Sem má reyndar segja að hún hafi gert í byrjun árs 2013. Hins vegar er flestum væntanlega ljóst að núverandi ríkisstjórn Íslands er ekki hlynnt inngöngu í sambandið. Með öðrum orðum er engan veginn um sambærilegar aðstæður að ræða og í Sviss fyrir rúmum tveimur áratugum þó Eiríkur telji svo vera enda hvorki ríkisstjórnin né meirihluti almennings hlynntur inngöngu í Evrópusambandið.
Eldri skrif:
Sérlausnir eru ekki undanþágur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hvar myndi það líka enda?
- "Vinstristjórnir" Steingríms
- Stóð Jóhanna sig bezt?
- Minna öryggi með Schengen
- Málinu snúið á haus
- Bannað að draga taum heimalandsins
- Harðlínumenn?
- Hverju klúðruðu Hollendingar?
- Nýr "hægriflokkur"? Fínt!
- Vantar upplýsingar?
- Hvers vegna ekki EPP?
- Slétt sama um kosningaloforð
- Svissneska leiðin?
- Svik við þjóðina?
- Trúverðugt?