Leita í fréttum mbl.is

Snýst um gengi gjaldmiđla

Ég skrifađi í gćr um verđlagiđ í Svíţjóđ og frétt Ríkisútvarpsins um ađ Norđmenn flykktust ţangađ til ţess ađ verzla og vćru ţannig ađ kjósa Evrópusambandiđ međ fótunum en ólíkt Svíum eru frćndur okkar Norđmenn ekki ţar innaborđs.

Eins og ég benti á verđur ađ setja alla umrćđu um verđlag í löndum í samhengi viđ kaupmátt fólks. Á sama tíma og Norđmenn fara til ađ verzla ódýrar í Svíţjóđ hópast Svíar til Noregs til ţess ađ fá vinnu og betri laun en í heimalandinu.

En fólksflutningarnir eru fleiri. Ţannig hafa Danir um árabil einnig hópast til Svíţjóđar til ţess ađ verzla ódýrar en heimafyrir. Danmörk er eins og Svíţjóđ í Evrópusambandinu en danska krónan er hins vegar beintengd viđ gengi evrunnar ólíkt ţeirri sćnsku.

Sé framsetning Ríkisútvarpsins yfirfćrđ á Dani hlýtur sú ályktun ađ vera dregin ađ ţeir séu međ verzlunarferđum sínum til Svíţjóđar ađ kjósa međ fótunum og lýsa yfir óánćgju sinni međ tengingu dönsku krónunnar viđ evruna.

Máliđ snýst fyrst og fremst um gengi gjaldmiđla. Á međan sćnska krónan hefur lćkkađ og ţar međ gert sćnskar vörur samkeppnishćfari hefur gengi norsku krónunnar hćkkađ. Danska krónan hefur á sama tíma haldist tiltölulega há vegna tengingarinnar viđ evruna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband